Við búum svo vel í Stuðlabergi að hafa rúmgóðan og bjartan sýningarsal á 3.hæð verslunar okkar á Stórhöfða 25. Aðgengi að salnum er gott.
Viðskiptavinir eru velkomnir til okkar þar sem sérhæft starfsfólk veitir ráðleggingar og aðstoðar við vöruval. Í salnum má finna ýmis hjálpartæki eins og hjúkrunarrúm, hjólastóla, baðhjálpartæki, skynörvunarvörur og margt fleira. Opnunartími er kl 9-16 virka daga. Vinsamlega bókið tíma hjá starfsfólki Stuðlabergs í síma 569-3180 eða mailto: stb@stb.is Einnig er hægt að bóka tíma á noona.is/eirberg/book
Hópar fagaðila eru einnig hjartanlega velkomnir. Reglulega bjóðum við á kynningar hjá okkur, ýmist þar sem við kynnum okkar vörur almennt eða ítarlegri kynningar þegar við fáum sérfræðinga erlendis frá. Salinn er einnig hægt að fá lánaðan fyrir vinnustofur. Allar nánari upplýsingar er að fá hjá starfsfólki Stuðlabergs í síma 569-3180 eða mailto: stb@stb.is
Verið velkomin, kærar kveðjur frá starfsfólki Stuðlabergs




Framsækið innflutnings- og þjónustufyrirtæki sem byggir á traustum faglegum grunni og áratuga reynslu. Við veitum heilbrigðisstofnunum, fagfólki og einstaklingum faglega ráðgjöf og góða þjónustu. Við bjóðum fagfólki, og skjólstæðingum þeirra, velkomið í sýningarsal okkar að Stórhöfða 25.
AfgreiðslutímarStuðlaberg heilbrigðistækni ehf - stb@stb.is - 569 3180 - Kennitala: 520116-0360 - VSK-nr: 130042