HeartSave hjartastuðtækið er alsjálfvirkt og tilbúið til notkunar þegar lokið er opnað og raddleiðbeiningar heyrast. Ekki þörf á að ýta á hnapp til að veita hjartastuð, heldur skynjar tækið sjálft þegar það er gert. Hentar því betur fyrir óreynda notendur eða almannarými þar sem tækið metur hvort gefa þurfi rafstuð. Notandinn er því alltaf öruggur um að tækið gefi ekki rafstuð að óþörfu.
Eiginleikar HeartSave
- Fjögur tungumál: íslenska, enska, pólska og þýska í samræmi við ERC-2021 leiðbeiningar.
- Stigvaxandi orka í hverju hjartastuði: Allt að 360 J fyrir aukna virkni - Tækið mælir viðnám brjóstholsins fyrir örugga og árangursríka meðferð.
- Barnahnappur: Sérsniðin stilling/orka fyrir börn án þess að þurfa sérstök barnarafskaut.
- Aðlögunarhæfar leiðbeiningar: Leiðbeinir hraða hjartahnoðs til að hámarka árangur.
- Dagleg sjálfspróf: Tryggir virkni og sýnir stöðu rafhlöðu og rafskauta.
- Rafhlaða: Ending allt að 5 ár eða 150 hjartastuð. (Endurnýjunarverð: 49.750 kr. m.vsk)
Tækniupplýsingar
- Stuðbylgja: Tvífasa BTE bylgja með sjálfvirkri aðlögun
- Orka: 10–360 J, stillanleg eftir þörfum
- Tími í hjartastuð: Allt að 14 sekúndur upp í 200 J
- Endingartími rafskauta: 4 til 5 ár
- Rafhlaða: LiMnO2, 12V, 4.2Ah, 230 stuð við 200J eða 150 stuð við 360J
- Umhverfishitamörk: Virkar frá -20°C til 55°C í að minnsta kosti 20 mínútur
- Vatns- og rykvörn: IP55 vottun
- Innbyggt 3GB minni með atvikaskráningu
- Gagnaflutningur: Með USB
- Ummál: 296 x 220 x 97 mm – Þyngd: 2.5 kg
Primedic er viðurkenndur þýskur framleiðandi, en þess má geta að tryggingafélagið Loyds í Þýskalandi mælti á sínum tíma sérstaklega með tækjum frá Primedic í skip og báta. Einnig eru tækin víða notuð á flugvöllum. T.d. er Frankfurt flugvöllurinn með um 200 hjartastuðtæki frá Primedic.