Ný sundlaug á Grensásdeild Landspítala hefur verið opnuð eftir gagngerar endurbætur. Sundlaugin er hin glæsilegasta og vel búin tækjum fyrir starfsemina. Í sturtuklefum karla og kvenna eru rafknúnir sturtustólar og færanleg blöndunartæki frá danska fyrirtækinu Pressalit. Í sérklefa er einnig rafknúinn sturtustóll og færanleg blöndunartæki, auk salernis með rafknúinni hækkun og stoðum frá Pressalit.
Í tilefni 50 ára starfsafmælis Grensásdeildar fyrr á árinu gaf Stuðlaberg heilbrigðistækni tvo Etac Swift Mobil-2 bað- og salernisstóla með drifhjólum til notkunar í nýju sundaðstöðunni. Hildur Björk og Inga Margrét afhentu Ásu Lind iðjuþjálfa og Ídu Brögu sjúkraþjálfara gjöfina við nýju sundlaugina.
Stuðlaberg heilbrigðistækni býður upp á vönduð bað- og salernishjálpartæki frá fyrirtækjunum Etac, Pressalit, Lopital, Swereco, Beka og Cobi Rehab (fyrir þunga). Vörurnar má skoða á vefsíðu Stuðlabergs. Fyrirspurnum um bað- og salernishjálpartæki svarar Hildur Björk, hildurbjork@stb.is.