Það gleður okkur að segja frá því að fyrsta stigahjálpin eða AssiStep frá Topro hafi verið sett upp hjá einstaklingi í heimahúsi á dögunum.
Viðkomandi býr á fallegu heimili með stórum stiga á milli hæða sem hún átti orðið erfitt með að ráða við. Hún gat ekki hugsað sér að flytja vegna stigans og því var stigahjálpin það sem til þurfti.
Sú er alsæl með nýja hjálpartækið sitt sem gerir henni núkleift að búa lengur heima.
Stigahjálpin var samþykkt af Sjúkratryggingum Íslands og settu tæknimenn Stuðlabergs heilbrigðistækni hana upp.
Tvö handföng eru á þessari stigahjálp.
Hér sést það sem er á handriði frá efri hæð niður að palli í miðju stigans.
Séð frá neðri hæð upp að miðjupalli stigans.
Handfang fyrir neðri helming stigans.
Hér byrjar handfangið sem nær frá palli á miðju stigans að neðri hæð.