Frí heimsending þegar verslað er yfir 10.000 kr. eða meira, allt að 20 kg.
Menu
Innkaupakarfa
Engar vörur í körfu.

Fyrirlestur og vinnustofa í stillanlegum þrýstingsvafningum

26 október, 2023 - 0 Comments

Vicky Gudesen hjúkrunarfræðingur hjá Juzo í Danmörku kom í heimsókn til okkar í vikunni og hélt fyrirlestur um nýja meðferð á bjúg og langvinnum, erfiðum bláæðasárum og tengdum vandamálum. Í meðferðinni er notast við stillanlega þrýstingsvafninga sem eru áhrifaríkari og einfaldari í framkvæmd en hefðbundnir vafningar. Í framhaldi var svo vinnustofa þar sem handtökin við stillanlegu þrýstingsvafninga voru æfð til að tryggja árangursríka meðferð.

Við þökkum fyrir þátttökuna og bendum áhugasömum á að hafa samband við Úlfhildi hjúkrunarfræðing hjá Stuðlabergi fyrir nánari upplýsingar um Juzo stillanlega þrýstingsvafninga – ulfhildur@stb.is   

 

                         

ummæli (0)