Umsóknarfrestur er til 23. október 2018. Um er að ræða fullt starf frá kl. 9 til 17 að öllu jöfnu.
Áhugasamir, sem uppfylla ofangreind skilyrði og vilja starfa hjá framsæknu fyrirtæki í góðum hópi, eru hvattir til að senda umsókn með starfsferilsskrá ásamt mynd á atvinna@stb.is merkt Vörustjóri. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf. er systurfyrirtæki Eirbergs sem áður var heilbrigðissvið Eirbergs.
Stuðlaberg heilbrigðistækni er framsækið innflutnings- og þjónustufyrirtæki sem byggir á traustum faglegum grunni og áratuga reynslu. Starfsfólk Stuðlabergs hefur víðtæka þekkingu og menntun á heilbrigðissviði. Meðal starfsmanna eru þroska- og iðjuþjálfar, hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðismenntað starfsfólk, allt fyrrum starfsmenn Eirbergs sem flestir eru með áralanga starfsreynslu.
Stuðlaberg selur hjálpartæki, búnað og rekstrarvörur fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir og leggur áherslu á faglega þjónustu til heilbrigðisstofnanna, fagfólks og skjólstæðinga þeirra.
Við bjóðum vörur sem auðvelda daglegt líf, styður fólk til sjálfsbjargar og eykur öryggi. Stuðlaberg er samstarfsaðili Sjúkratrygginga Íslands, er aðili að fjölmörgum rammasamningum og er í samstarfi við heilbrigðisstofnanir um land allt. Starfsemi Stuðlabergs er í sama húsnæði og Eirberg að stórhöfða 25 í Reykjavík og deila systurfyrirtækin stoðsviðum, vöruafgreiðslu, innheimtum og innflutningi.