Um Stuðlaberg og þjónustu þess

Stuðlaberg heilbrigðistækni - vöruúrval og þjónusta

Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf. er innflutnings- og þjónustufyrirtæki, byggt á faglegum grunni og áratuga reynslu. Stuðlaberg býður fagaðilum og almenningi vandaðar vörur, persónulega ráðgjöf og þjónustu, en starfsemin tilheyrði áður heilbrigðissviði Eirbergs ehf. 

Starfsfólk okkar er háskólamenntað m.a. á sviði

 • Heilbrigðisverkfræði
 • Hjúkrunarfræði
 • Iðjuþjálfunar

Markmiðin okkar eru að

 • Auðvelda fólki daglegt líf
 • Styðja einstaklinga til sjálfshjálpar
 • Auka vinnuvernd og hagræði

Stuðlaberg og Sjúkratryggingar Íslands hafa gert með sér samninga um

 • Barna- og hjúkrunarrúm
 • Hjólastóla í úrvali
 • Hjálparmótora í drifhringjum hjólastóla
 • Gönguhjálpartæki, bað- og salernishjálpartæki
 • Viðgerðarþjónustu hjálpartækja og búnaðar

Afgreiðsla hjúkrunar- og dagrekstrar­vöru er að Stórhöfða 25 frá kl. 9:00 til 16:30 virka daga. Afgreiðsla og fræðsla er í höndum hjúkrunar­fræðinga sem hlotið hafa þjálfun til að veita persónulega og faglega þjónustu á sviði stóma- og þvagleggja. Við aðstoðum notendur að finna vörur sem henta þeim og eru í samningi Sjúkratrygginga Íslands. Vörupantanir má senda á hjukrun@stb.is eða símleiðis. Vinsamlegast gefðu upp nafn þess sem pantað er fyrir, kennitölu, hvaða vöru verið er að panta og magn. Fyllsta trúnaðar er ætíð gætt. Pantanir eru afgreiddar eins fljótt og auðið er.

Vefverslun Stuðlabergs býður fjölbreytt úrval sem sjá má undir vöruflokkum og undir vöruheitum framleiðenda. Einnig má nota leitargluggann efst til hægri til að finna vörur.

Í sýningarsal á neðri hæð að Stórhöfða 25 eru til sýnis og prófunar hin ýmsu hjálpartæki og margvíslegar vörur. Sýningarsalurinn er opinn fagfólki og skjólstæðingum þeirra - hópar heilbrigðisstarfsfólks koma reglulega í heimsókn til fræðslu og kynninga. Æskilegt er því að gera boð á undan sér ef fá þarf faglegar upplýsingar eða fræðslu um búnað. Við bjóðum fagfólki og skjólstæðingum þeirra velkomið í sýningarsalinn. Senda má ósk um heimsókn á netfang tiltekins starfsmanns eða á netfangið stb@stb.is

Verkstæðið er opið kl. 9:00 til 17:00 - Þjónustusamningur er við Sjúkratryggingar Íslands. Aðkoma er Grafarvogsmegin að norðanverðu fyrir miðju húsi. Næg bílastæð, ásamt stæði fyrir hreyfihamlaðaHægt er að senda þjónustubeiðnir á hjalp@stb.is

 

Atvinnuumsókn - sjá hér