Um Stuðlaberg og þjónustu þess

Stuðlaberg heilbrigðistækni - vöruúrval og þjónusta

Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf. er framsækið innflutnings- og þjónustufyrirtæki sem byggir á traustum faglegum grunni og áratuga reynslu starfsfólks, en starfsemi Stuðlabergs var áður í heilbrigðissviði Eirbergs ehf.

Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf. býður fagaðilum og almenningi vandaðar vörur, sérhæfða ráðgjöf og þjónustu. Markmið okkar eru að auðvelda fólki daglegt líf og styðja fólk til sjálfshjálpar, auka vinnuvernd og hagræði.

Hjá Stuðlabergi starfa sérfræðingar og starfsfólk með reynslu sem leggur metnað sinn í að átta sig á þörfum viðskiptavina og koma til móts við óskir þeirra. Lögð er áhersla á faglega ráðgjöf og persónulega þjónustu. Meðal starfsmanna eru þroska- og iðjuþjálfar, hjúkrunarfræðingar og starfsfólk menntað á sviði heilbrigðisverkfræði.

Stuðlaberg og Sjúkratryggingar Íslands hafa gert með sér samninga um barna- og hjúkrunarrúm, hjólastóla, hjálparmótora í drifhringjum hjólastóla, gönguhjálpartæki, bað- og salernishjálpartæki ásamt viðgerðarþjónustu. Hjúkrunar- og dagrekstrar­vörur eru til sölu í verslun Eirbergs að Stórhöfða 25. Afgreiðslutími verslunar er kl. 9:00 til 18:00 virka daga. Á veturna er almenn verslun einnig opin á laugardögum kl. 11:00 – 15:00. Sérfræðiþjónusta er virka daga kl 9:00 – 16:30. Vefverslun Stuðlabergs og Eirbergs býður fjölbreytt úrval sem finna má undir vöruflokkum og undir vörumerkjum framleiðenda. Fljótlegt er einnig að nota leitargluggann efst.

Afgreiðsla á stómavörum og þvagleggjum ásamt fræðslu fer fram hjá hjúkrunarfræðingi og hægt er að panta slíkar vörur á hjukrun@stb.is – vinsamlegast gefið upp nafn þess sem pantað er fyrir, kennitölu og hvað verið er að panta.

Í sýningarsal á neðri hæð að Stórhöfða 25 eru til sýnis og prófunar hin ýmsu hjálpartæki og margvíslegar vörur. Sýningarsalurinn er opinn fagfólki og skjólstæðingum þeirra alla virka daga frá kl. 9:00 -16:30. Æskilegt er að gera boð á undan sér ef fá þarf faglegar upplýsingar eða fræðslu um búnað. Senda má ósk á netfang tiltekins starfsmanns eða á netfangið stb@stb.is