Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf.

  • Forsíða
  • /
  • Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf.
Alt
on 16 Aug 2018 9:25 AM

Í Ársbyrjun 2018 var fyrirtækið Stuðlaberg Heilbrigðistækni stofnað utan um heilbrigðissvið Eirbergs. Með þessum skipulagsbreytingum er markmið okkar að byggja á því góða orðspori sem Eirberg hefur getið sér í gegnum samstarf, faglega ráðgjöf og þjónustu við heilbrigðisstofnanir og fagaðila víðs vegar um landið. Von okkar er að breytingarnar stuðli að betri boðleiðum milli okkar og viðskiptavina. Þannig ættum við að geta brugðist enn betur við óskum varðandi þjónustu, ráðgjöf og vöruframboð.
 
Stuðlaberg mun líkt og heilbrigðissvið Eirbergs gerði hafa aðsetur að Stórhöfða 25. Í sama húsnæði er einnig sýningarsalur Stuðlabergs og þar er til sýnis hluti af vöruframboði okkar. Má þar nefna vörur á borð við hjúkrunarrúm, hjólastóla, göngugrindur og ýmis hjálpartæki fyrir bað og salerni. Salurinn er opinn almenningi frá kl. 9:00-16:00 alla virka daga og hvetjum við áhugasama eindregið til að líta við, skoða salinn, prófa tæki og spjalla við okkur. 
Hjá Stuðlaberg starfa í dag sex manns við sölu og ráðgjöf á heilbrigðissvörum og er ekki úr vegi að kynna þá til að gefa lesanda nöfn og andlit til að tengja betur við okkur. 

medium_eo.jpg

 Edda Ólafsdóttir  hjúkrunarfræðingur ræður ríkjum í stóma og þvagleggja þjónustu Stuðlabergs.Hún hefur sinnt þjónustu til einstaklinga sem nýta stómavörur eða þvagleggi í rúm þrjátíu ár og var upphafsmaður þess að koma þjónustu sem þessari á laggirnar. Hún hefur unnið ötult starf í fræðslu og kennslu til einstaklinga og hefur meðal annars verið tilnefnd til hvatningarverðlauna öryrkjabandalags Íslands. Edda er hafsjór af fróðleik og tekur vel á móti skjólstæðingum og sinnir þeim að mikilli alúð. Stuðlaberg afgreiðir flestar þær stóma og þvagleggjavörur sem eru í samningi við sjúkratryggingar og er sú þjónusta opin alla virka daga á milli kl. 9:00-16:30 að Stórhöfða 25. edda@stb.is // 569 3184

medium_ebg.png

 

Elfa Björt Gylfadóttir er Þroskaþjálfi og hefur sérhæft sig í sölu og ráðgjöf á hjálpartækjum á baðherbergið. Á meðal hennar vinsælustu vara eru bað og salernistækin frá Etac og Swereco, einnig snúningslök og  flutningshjálpartæki. Elfa hefur sérstakan áhuga á vörum til skynörvunar s.s Protac kúluábreiðum, sessum og púðum. Vörurnar er hægt að fá lánaðar til prufu. elfa@stb.is // 569 3185

 

medium_ji.png

Jóhanna Ingólfsdóttir hefur áralanga reynslu sem iðjuþjálfi og sérhæfir sig í hjólastólum og hjálpartækjum. Hún veitir faglega ráðgjöf og aðstoðar skjólstæðinga og fagfólk við að finna rétt hjálpartæki. Jóhanna hefur kynnt ýmsar lausnir sem auka færni og virkni einstaklinga og bæta lífsgæði þeirra. Má þar nefna t.d.  létta hjólastóla frá Panthera, SmartDrive aflbúnað og Freewheel hjólið sem auðveldar notendum að ferðast um á hjólastól úti í náttúrunni. johanna@stb.is // 569 3186

medium_mfk.png

 

Magnea Freyja Kristjánsdóttir er með BSc í heilbrigðisverkfræði og sinnir sölu og ráðgjöf á sjúkrabúnaði og rúmum. Hún er afar lagin í að finna lausnir við hæfi hvort sem það eru rúm, skoðunarbekkir, vagnar, hjartastuðtæki eða annar búnaður. magnea@stb.is // 569 3189

 

medium_kkth.png

 Katrín Klara Þorleifsdóttir er menntaður hjúkrunarfræðingur og undanfarin ár unnið við sölu og fræðslu á almennri rekstrarvöru til heilbrigðisstofnana. Mikil áhersla hefur farið í að kynna hreinlætisvörur frá franska fyrirtækinu Anios. Anios sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á sérhæfðum sótthreinsiefnum fyrir heilbrigðisstofnanir og hefur Katrín Klara unnið náið með heilbrigðisstofnunum um allt land við innleiðingu, fræðslu og kennslu á þessu sviði. Ásamt kynningum á Anios vörum sinnir Katrín þjónustu við Stómavörur, Þvagleggi og bleyjur í nánu samstarfi við Eddu Ólafsdóttur. kataklara@stb.is // 569 3188

 

 

sps.png

Sverrir Páll Snorrason er starfsmaður í viðgerðarþjónustu stuðlabergs. Viðfangsefni hans eru allt frá hjólastólum til griptanga og höfum við ekki enn fundið verkefni sem hann ræður ekki við. Sverrir kemur einnig að stillingu, uppsetningu og þjónustu á tæknilegum búnaði frá Stuðlabergi.                    

  sverrir@stb.is // 569 3192

 

 

Eirberg og Stuðlaberg eru þó enn nátengd fyrirtæki og ásamt því að deila húsnæði þá þjónusta stoðsvið Eirbergs, vöruafgreiðsla, innheimtur og innflutningur einnig Stuðlaberg. Fyrirtækin deila einnig stjórnendum og er Kristinn Johnson framkvæmdastjóri beggja fyrirtækja, Rannveig Guðmundsdóttir fjármálastjóri og Agnar H. Johnson starfandi stjórnarformaður.  

Það er okkar einlæga von að þessar breytingar verði til góðs fyrir okkar viðskiptavini og hjálpi okkur að styrkja enn frekar þau góðu tengsl sem við eigum við fjölda heilbrigðisstofnana og fagaðila. Breytingum fylgir þó alltaf ákveðið umrót og biðjum við um þið sýnið okkur þolinmæði á meðan við klárum þetta aðlögunarferli. Við værum einnig mjög þakklát fyrir allar ábendingar um hvað mætti bæta hvort sem er í þjónustu eða vöruframboði. Endilega sendið okkur póst á stb@stb.is, pantanir er hægt að senda á pantanir@stb.is. Einnig viljum við benda á vefsíðu Stuðlabergs, www.stb.is.

 

eirberg_stb-isl-blatt.png

Markmið okkar er að efla heilsu, auka lífsgæði, auðvelda störf og daglegt líf