Stóma- og þvagleggjaþjónustan fær liðsauka

  • Forsíða
  • /
  • Stóma- og þvagleggjaþjónustan fær liðsauka
Okkur er það ánægja að tilkynna að við höfum fengið góðan liðsauka í stóma- og þvagleggjaþjónustuna.
on 18 Oct 2019 2:10 PM

Okkur er það ánægja að tilkynna að við höfum fengið góðan liðsauka í stóma- og þvagleggjaþjónustuna. Tanja Björk Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur hóf nýlega störf hjá okkur. Tanja starfaði áður á Kvenna­deild Landspítalans og mun ásamt Katrínu Klöru Þorleifsdóttur hjúkrunarfræðingi sinna stóma- og þvagleggja­þjónustu Stuðlabergs heilbrigðistækni ehf. Starfsemi Stuðlabergs tilheyrði áður heilbrigðissviði Eirbergs, en markmiðin okkar eru að auðvelda einstaklingum daglegt líf, styðja til sjálfshjálpar og auka vinnuvernd.

Afgreiðsla á stómavörum og þvagleggjum sem og fræðsla er í höndum hjúkrunar­fræðinga sem hlotið hafa þjálfun til að veita persónulega og faglega þjónustu á sviði stóma- og þvagleggja. Við aðstoðum notendur að finna vörur sem henta þeim og eru í samningi Sjúkratrygginga Íslands.

Stóma- og þvagleggjaþjónustan er á Stórhöfða 25 og er opin virka daga frá kl. 9:00 - 16:30. Pantanir sem berast með tölvupósti eða símleiðis eru afgreiddar eins fljótt og auðið er. Vinsamlegast gefið upp nafn þess sem pantað er fyrir, kennitölu, hvaða vöru verið er að panta og magn. Fyllsta trúnaðar er ætíð gætt. Fyrirspurnir og pantanir má senda á hjukrun@stb.is – sími 569 3195