Rafræn skiptiborð fyrir leikskóla

  • Forsíða
  • /
  • Rafræn skiptiborð fyrir leikskóla
AltAltAltAltAltAltAlt
on 01 Nov 2019 1:02 PM

Við heimsóttum leikskólann Víðivelli í Hafnarfirði á dögunum. Leikskólinn fékk rafdrifið Ropox skiptiboð frá Stuðlabergi í ágúst 2019. Hulda Snæberg Hauksdóttir, leikskólastjóri tók á móti okkur og sýndi okkur herlegheitin.

"Skiptiborðið er staðsett á yngstu deildinni okkar þar sem börnin eru frá 12 mánaða til 2 ára. Það er mikil ánægja með borðið og þá sérstaklega hvað það auðveldar alla vinnu við bleyjuskiptingar. Helstu kostirnir eru þeir að hægt er að lækka borðið það mikið að börn sem eru farin að ganga komast sjálf upp á dýnuna og geta lagst þar og það minnkar álag á starfsfólkið. Þegar barnið er lagst og starfsmaður búinn að hækka borðið í rétta hæð fyrir sig er allt við hendina, því undir borðinu eru grindur þar sem við geymum bleyjur, bleyjuklúta, hanska og fleira sem þarf til.  Eins er frábært að hafa vask í sjálfu borðinu, það einfaldar alla vinnu og eykur á hreinlæti.  Það er auðvelt að þrífa bæði borðið sjálft og dýnuna" sagði Hulda Snæberg Hauksdóttir, leikskólastjóri sem tók á móti Hildi Björk og Berglind Báru vörustjórum frá Stuðlabergi.

Þeir sem vilja frekari upplýsingar um rafknúnu skiptiborðin frá Ropox hafi samband við okkur á stb@stb.is.