Inmu Interactive Music

Inmu
on 09 Nov 2018 2:35 PM

Hvað er Imnu?

Inmu er lítill léttur púði klæddur mjúku efni, en undir fallegu yfirborði er tæknibúnaður sem virkar á þann hátt að Inmu breytir hreyfingu í tónlist. Mismunandi hreyfingar kalla fram mismunandi tónlist.
Inmu hljómar aldrei eins því það svarar sveiflum, klappi og hristingi á ólíkan hátt. Inmu er mjög næmt á hreyfingu, þegar Inmu liggur á brjóstkassa framkalla öndunarhreyfingar rólega slakandi tóna.
Inmu veitir skynörvun gegnum snertingu, titring og hljóð. Þessir þættir hjálpa fólki að slaka á og draga úr vanlíðan.

Inmu kom á markað í Danmörku haustið 2017. Hugmyndin fæddist hjá hjónunum Andres Hansen og Toni Marquard eftir að náinn ættingi greindist með Alzheimer sjúkdóminn. Hjónin fengu til liðs við sig tónskáldið Asger Steenholdt, textilhönnuðinn Emilie Wiehe ásamt tölvuforriturum. Útkoma þessa samstarfs var Inmu, tæki sem liggur vel í lófa eða fangi og framkallar tónlist þegar hreyft er við því.
Inmu var sérstaklega hannað með Alzheimar sjúklinga í huga en nýtist fólki sem þjáist af streitu, fólki með einhverfu og aðrar fatlanir.
Inmu ýtir undir tilfinningar sem tónlist kallar fram. Inmu getur fengið fólk til að hreyfa sig, raula eða syngja með tónlistinni, jafnvel þá sem hættir eru að tjá sig.

Rannsókn sem gerð var á 50 íbúum á 11 heimilum fyrir Alzheimersjúklinga í Danmörku leiddi í ljós meiri virkni, betri líðan og ró hjá 2/3 hluta þátttakenda eftir notkun á Inmu í 4 vikur.

Stuðlaberg lánar Imnu til prufu í 5-7 daga. Ef óskað er eftir láni eða frekari upplýsingum um tækið vinsamlegast hafið samband við Elfu Gylfadóttur í síma 569-3185 eða í netfang elfa@stb.is