Hreiðrið ný legukerra frá Lasal fyrir börn og fullorðna

  • Forsíða
  • /
  • Hreiðrið ný legukerra frá Lasal fyrir börn og fullorðna
Alt
on 28 Aug 2018 4:24 PM

Hreiðrið  er legukerra, þar er  hægt er að hreiðra um sig með  hjálp grjónapúða af ýmsum stærðum og gerðum.  Hreiðrið auðveldar mikið hreyfihömluðu fólki sem er í liggjandi stöðu stóran hluta dagsins að taka þátt í daglegu lífi og umgangast aðra.

Hreiðrið hentar bæði börnum og fullorðnum, kerran er lengd með því að draga hana sundur, og  getur því vaxið með börnum til fullorðinsára

Hægt er að velja dýnu eða þykkan grjónapúða  sem formast að líkamanum í kerrubotninn, ef það hentar ekki má sérsníða  dýnur að þörfum .

Fjöldi grjónapúða er í boði , púðarnir styðja við líkamann þar sem þörf er á og hjálpa til að skapa bestu og þægilegustu stöðu fyrir notandann.

Hreiðrið er ætlað til notkunar innandyra en má nota úti  t.d á palli og stétt þar sem undirlag er slétt.

Rafknúin stilling er á hæð kerrunnar  bak  og fóthluta , því er auðvelt er breyta stillingum og velja  heppilegustu  stöðu hvort sem það er liggjandi eða sitjandi.

las-161000_1.jpg

las-161000_2.jpg