Fimmtíu manns á hjólastólanámskeiðinu

  • Forsíða
  • /
  • Fimmtíu manns á hjólastólanámskeiðinu
Alt
on 24 Apr 2012 4:06 PM

Það var mikið fjör á námskeiðinu um hjólastólaleikni sem haldið var í síðustu viku fyrir iðju- og sjúkraþjálfara. Alls mættu um 50 manns og fengu þátttakendur tækifæri til að spreyta sig í að stilla hjólastóla fyrir hvert annað. Einnig gátu þeir prófað hvernig það er að sitja í hjólastól, finna jafnvægispunktinn og fara upp á afturhjólin, yfir þröskulda, upp í hjólastól frá gólfi, niður tröppur svo eitthvað sé nefnt. Það myndaðist skemmtileg stemning og þátttakendur sýndu mikinn áhuga. Jóhanna Ingólfsdóttir, iðjuþjálfi