Eirberg Lífstíll - Kringlunni

Alt
on 14 Oct 2014 11:36 AM

Eirberg Lífstíll er ný verslun sem opnuð hefur verið í Kringlunni. Lögð er áhersla á vörur sem undirstrika virkan og vistvænan lífstíl. Helstu vörur sem boðnar eru í okkar nýju lífstílsverslun eru: • Þjálfunar- og æfingavörur • Íþróttastuðningshlífar og hlaupasokkar • Ullarfatnaður fyrir útivist og bambusnærföt • Dagljós og heilsukoddar • Lofthreinsi- og rakatæki • Hitameðferðir, nuddtæki og heimilis-SPA • Vörur sem hjálpa þér að fylgjast með helstu heilsuþáttum þínum (Connected Health) Vettvangur Eirbergs er á heilbrigðissviði og byggir á traustum faglegum grunni þar sem starfsfólk kappkostar að bjóða eingöngu viðurkenndar og vandaðar vörur. Nú nýtum við þennan bakgrunn og hugsjón í nýrri verslun með nýjum áherslum í Eirbergi Kringlunni. Þær vörur okkar sem ekki fást í Kringlunni verður hægt að panta og fá afhentar næsta virka dag á eftir. House of Marley er með Shop-in-Shop í nýju lífstílsversluninni. Marley samanstendur af vönduðum heyrnatólum, hljómflutningstækjum, armbandsúrum og töskum. Ekkert hefur verið til sparað í hönnun og framleiðslu hjá Marley. Vörumerkið er í eigu Bob Marley fjölskyldunnar sem leggur persónulegan metnað í framleiðslu og efnisval. Vörurnar eru framleiddar á vistvænan hátt úr endurunnum efnisvið. Eirberg Heilsa að Stórhöfða 25 er viðurkennd verslun sem margir þekkja og treysta. Þar verður áfram lögð áherslu á heilsueflingu og aukin lífsgæði, auk þess að þjónusta heilbrigðisstofnanir og -starfsmenn. Verslunin býður fagaðilum og almenningi vandaðar heilbrigðisvörur, sérhæfða ráðgjöf og faglega þjónustu. Með auknu vöruúrvali og fjölgun viðskiptavina þótti okkur mikilvægt að opna nýja verslun með öðrum áherslum en áður höfðu þekkst. Við vonum að viðskiptavinum líki vel nýja verslunin og haldi áfram að heimsækja okkur á Stórhöfða 25, en þar er lögð áhersla á að efla heilsu, auka lífsgæði og auðvelda fólki störf sín, stuðla að vinnuvernd og –hagræði.