Hvernig geta ábreiða, sessa, vesti, og stóll fyllt plastkúlum, haft áhrif á skynjun okkar og líðan? Eitt mikilvægasta skynfæri okkar er húðin. Við skynjum með snertingu. Boð eru send til heilans sem hjálpa okkur að skynja og upplifa eigin líkama. Þegar legið er undir kúluábreiðu eða setið á kúlusessu veitir hreyfing og þyngd kúlnanna stöðuga örvun á vöðva og liðamót. Þessi upplifun veitir öryggi og virkar róandi. Samspil þessa þátta er grunnurinn í vöruþróun Protac.
Notkun skynörvandi vara getur létt á kvíða og eirðarleysi á einfaldan og náttúrulegan hátt og skapað frið, öryggi, vellíðan og betri einbeitingu hjá börnum og ungmennum.
Rannsóknir Ann Nielsen iðjuþjálfa hjá Protac:
Ann Nielsen iðjuþjálfi vinnur að doktorsverkefni þar sem tilgangur verkefnisins er „Að skýra áhrif barna á aldrinum 6-12 ára með sterk viðbrögð við skynáreiti í umhverfinu kerfisbundið með því að nota Protac MyFit® boltavesti”.
Rannsóknin er slembivalsrannsókn og eru niðurstöður byggðar á prófunum á grunnskólabörnum víðsvegar í Danmörku. Niðurstöðurnar eru væntanlegar snemma árs 2024.
Doktorsverkefnið byggir á meistaraverkefni Ann, þar sem hún komst að þeirri niðurstöðu að:
Tengill á meistaraverkefni Ann: Folkeskoleelevers sanseprofiler
Rannsóknir og reynslusögur af skynörvandi vörum frá Protac sýna að hægt er að hjálpa mörgum börnum og nemendum sem sækja í skynáreiti að ná ró, betri líðan og aukinni einbeitingu með skynörvandi vörum. Reynslusögur af notkun Protac skynörvandi vara við mismunandi aðstæður (ADHD, kvíði, verkir, o.fl.) er hægt að lesa á vef framleiðanda með því að smella hér.
Skynörvandi vörur frá Protac fyrir börn og unglinga:
SenSit kúlustóll með skemli | |
Kúlu- og grjónasængur |