Anios er franskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á hreinsi- og sótthreinsiefnum fyrir sjúkrastofnanir, en Anios er einnig stórt innan matvæla og snyrtivöruiðnaðarins. Anios stendur mjög framarlega í allri þróun á sértækum sótthreinsiefnum sem og prófunum og evrópskri skráningu innan nýja REACH skráningarkerfisins.
Stuðlaberg hefur verið í metnaðarfullu samstafi við Anios í nokkur ár við kynningu og innleiðingu á hreinsi og sótthreinsiefnum fyrir sjúkrastofnanir, skurðstofur og gjörgæslu. Lengst af hefur Sjúkrahúsið á Akureyri unnið með okkur og hefur tekið inn þó nokkuð úrval af sótthreinsiefnum fyrir yfirborð og skurðáhöld sem og hreinsiefni fyrir almenn yfirborðsþrif. Hefur sjúkrahúsið notað Anios sótthreinsiefni neð góðaum árangri í nokkur ár. Haldin hafa verið fræðsluerindi framleiðanda með starfsfólki sjúkrahússins undanfarin ár.
Ein vinsælasta varan okkar er Surf´aSafe sem er tilbúin þvottafroða sem bæði þrífur og sótthreinsar í sama skrefinu. Surf´aSafe má nota á flest alla yfirborðsfleti s.s vinnuborð og skoðunarbekki sem og viðkvæm lækningartæki eins og ómhausa, lyklaborð og tölvuskjái. Surf´aSafe froðan inniheldur hvorki alkóhól né klór og tærir því lítið sem ekkert. Surf´aSafe hefur mjög breiða örveiru eyðandi eiginleika sem hefur verkun frá einni mínútu. Froðuna þarf ekki að þrífa eða skola af sem gerir hana heppilega til daglegrar notkunar eins og til þrifa á skurðstofum.
Allar frekari upplýsingar um Anios efnin er hægt að nálgast hér. Fyrir nánari upplýsingar eða ósk um fræðslu er hægt að hafa samband við kataklara@stb.is
SAK með úrval af sótthreinsiefnum frá Anios.